Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi ekki beiðni einstaklings um að fá skýrslu um mótmæli á árunum 2008 til 2011 afhenta á réttum lagagrundvelli og þarf að taka beiðnina til umfjöllunar á nýjan leik. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála en einstaklingurinn kærði höfnun lögreglustjórans til nefndarinnar.
Skýrslan kallast „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ en lögreglustjóri neitaði að afhenda hana, meðal annars á þeim forsendum að hún innihéldi ítarlegar upplýsingar úr málaskrá lögreglu, þar á meðal upplýsingar um afskipti lögreglu af nafngreindum einstaklingum. Skýrslan félli því undir undantekningar í upplýsingalögum um gögn úr rannsókn eða saksókn sakamáls. Kærandinn hélt því hins vegar fram ekki væri skýrt að um rannsóknargagn væri að ræða.
Þar sem úrskurðarnefndin gat ekki fullyrt að í skýrslunni væru ekki upplýsingar sem rétt væri að færu leynt var lögreglustjóra skipað að fjalla aftur um beiðnina.