Hluti af leiktjöldunum í aðildarviðræðunum var að skipa sérstaka „samninganefnd“ og skipa „aðalsamningamann“, þótt ESB taki skýrt fram að engar samningaviðræður fari fram og biðji sérstaklega um að þjóð sem sækir um aðild blekki ekki íbúa sína í þeim efnum. Þess vegna láta þeir búrókratann, sem íslenski „aðalsamningamaðurinn“ afhendir áfangaskýrslur um aðlögun, heita „stækkunarstjóra“.
Vinstri vaktin skrifar: Það er fróðlegt að skoða þau skjöl sem lýsa samningsafstöðu Íslands í ýmsum málum í viðræðum við Evrópusambandið.
Þar er í meginatriðum sagt að Ísland fallist á regluverk ESB eins og það liggur fyrir og að áður en af mögulegri aðild geti orðið muni Ísland vera búið að ljúka innleiðingu á öllu regluverki sem ekki hefur þegar verið innleitt.
Í ljósi þessa á sér nú stað umfangsmikil aðlögun að regluverki sem stór hluti íslenska stjórnkerfisins tekur þátt í á fullu.
Þjóðin hefur verið blekkt. Það eru ekki samningaviðræður sem eru í gangi, heldur aðlögunarviðræður sem miða að því að búið verði að uppfylla öll helstu skilyrði ESB þegar mögulegur samningur liggur fyrir.“
Samningaviðræður er sagðar hafa staðið á fjórða ár. Hverju hefur „nefndin“ náð fram í þeim samningum? Er nefndin launuð? Ef svo er hefur hún samvisku til að þiggja þau laun?