TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún ætlaði að sækja veikan sjómann um borð í skip sem var á Halamiðum, 21 sjómílu frá landi, í fyrrakvöld.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún ætlaði að sækja veikan sjómann um borð í skip sem var á Halamiðum, 21 sjómílu frá landi, í fyrrakvöld. Þung undiralda torveldaði aðgerðir mjög og ekki náðist að koma sigmanni um borð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í samráði við áhöfn var því ákveðið að sigla með manninn til Ísafjarðar. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að atvik af þessu tagi væru ekki algeng. Skipverjinn sem átti að sækja liggur á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem hann gekkst undir rannsóknir og fær viðeigandi meðferð.