Örtröð Oft er mikil umferð á og við Hakið og brýn þörf á því að bæta aðstöðuna.
Örtröð Oft er mikil umferð á og við Hakið og brýn þörf á því að bæta aðstöðuna. — Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Mikið álag er á Hakinu við Þingvelli yfir sumartímann og stundum örtröð, enda talið að um hálf milljón manna staldri þar við á ári hverju.

Mikið álag er á Hakinu við Þingvelli yfir sumartímann og stundum örtröð, enda talið að um hálf milljón manna staldri þar við á ári hverju. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist á næstu vikum við stækkun fræðslumiðstöðvarinnar á Hakinu og fjölgun bílastæða.

Ekkert er ákveðið með aðra uppbyggingu á Þingvöllum, en Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður gerir sér vonir um að framkvæmdir við veitingahús í stað Valhallar geti hafist á næsta ári. Ólafur Örn vill að í byggingunni verði aðstaða fyrir fundi Alþingis. „Slíkt er einfaldlega samofið sögu staðarins og eðlilegt að Alþingi eigi þar ríkan þátt,“ segir Ólafur. 17