Í þau sextán skipti sem íslenska landsliðið í handknattleik karla hefur tekið þátt í heimsmeistaramóti hefur það sjö sinnum unnið fyrsta leik sinn í mótinu.

Í þau sextán skipti sem íslenska landsliðið í handknattleik karla hefur tekið þátt í heimsmeistaramóti hefur það sjö sinnum unnið fyrsta leik sinn í mótinu. Einu sinni hefur upphafsleik Íslands á HM lyktað með jafntefli og í átta skipti hefur Ísland tapað. Síðast tapaði íslenska landsliðið fyrsta upphafsleik sínum á HM 2001 í Frakklandi.

Sigurleikirnir:

1964 - Ísland - Egyptal. 16:8

1990 - Ísland - Kúba 27:23

1995 - Ísland - Bandar. 27:16

1997 - Ísland - Japan 24:20

2003 - Ísland - Ástralía 55.15

2007 - Ísland - Ástralía 45:20

2011 - Ísland - Ungverjal. 32:26

Tapleikir:

1958 - Ísland - Tékkósl. 17:27

1961 - Ísland - Danmörk 13:24

1970 - Ísland - Ungverjal. 9:19

1974 - Ísland - Tékkósl. 15:25

1978 - Ísland - Sovétr. 18:22

1986 - Ísland - S-Kórea 21:30

1993 - Ísland - Svíþjóð 16:21

2001 - Ísland - Svíþjóð 21:24

Jafntefli:

2005 - Ísland - Tékkland 34:34

iben@mbl.is