David Duval, sem fyrir rúmum áratug var efsti maður heimslistans í golfi, missti þátttökurétt sinn á PGA-mótaröðinni í golfi síðasta haust þar sem hann hefur ekki náð tilskildum árangri síðustu árin.
David Duval, sem fyrir rúmum áratug var efsti maður heimslistans í golfi, missti þátttökurétt sinn á PGA-mótaröðinni í golfi síðasta haust þar sem hann hefur ekki náð tilskildum árangri síðustu árin. Duval hefur þó ekki lagt árar í bát og ætlar að keppa á fullu á minna þekkri bandarískri mótaröð, Web.com, og freista þess að vinna sér aftur keppnisrétt á PGA. Netmiðillinn Kylfingur.is greindi frá þessu. Duval er aðeins 41 árs.