Athafnir Hinar ýmsu athafnir eru Þorvaldi Jónssyni hugleiknar. Hann sýnir í ÞOKU.
Athafnir Hinar ýmsu athafnir eru Þorvaldi Jónssyni hugleiknar. Hann sýnir í ÞOKU.
Þorvaldur Jónsson opnar sýninguna Athöfn í galleríinu ÞOKU, Laugavegi 25, í dag kl. 16.

Þorvaldur Jónsson opnar sýninguna Athöfn í galleríinu ÞOKU, Laugavegi 25, í dag kl. 16. Um sýninguna segir í tilkynningu að margs konar athafnir séu Þorvaldi ofarlega í huga, ýmist trúarlegar athafnir, íþróttaviðburðir, manndómsvígslur eða „aðrar oft táknrænar hegðanir sem framkvæmdar eru eftir ákveðinni reglu í hinum ýmsu samfélögum“.

Á sýningunni getur að líta litríkar teikningar og skúlptúr. Sýningin stendur til 16. febrúar og er aðgangur ókeypis.