Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og einn hugmyndafræðinga VG í umhverfismálum, segir að áform um olíuleit á Drekasvæðinu gangi í berhögg við stefnu VG í loftslagsmálum.
„VG hefur einn flokka verið með ákveðna stefnu í loftslagsmálum og hún hefur heldur betur riðlast með útgáfu þessara sérleyfa,“ segir Hjörleifur.
Hann segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu umhverfismála og að allir flokkar þyrftu að skoða sína stöðu í því samhengi. Spurður um þörf fyrir nýjan umhverfisflokk segist Hjörleifur vonast til að menn vakni og á það verði að reyna hvort það gerist í núverandi flokkum eða með nýjum. 15