Enginn af þeim átján leikmönnum sem Pero Milosevic, landsliðsþjálfari Katar, valdi til þess að tefla fram á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni, er fæddur í Katar. Einn er fæddur í Bosníu, Eldar Memisevic, sem er tvítugur hornamaður. Aðrir leikmenn eru annað hvort frá Egyptalandi eða Túnis og hafa þegið boð yfirvalda í Katar um að gerast ríkisborgarar í þessu olíuauðuga ríki gegn því að spila handknattleik með landsliðinu.
Hljóp ekkert á snærið?
Fyrir ári gengu miklar sögur um að Katarbúar væru að bera víurnar í þekkta evrópska handknattleiksmenn og fá þá til þess að munstra sig upp með landsliði Katar. Annað hvort voru þær sögur stórlega ýktar eða þá að ekkert hljóp á snærið hjá Katarbúum því enginn hefur opinberlega komið fram og staðfest að hafa þegið boðið.Allir leikmenn landsliðs Katar leika með félagsliðum í landinu. Fjórir eru væntanlegir samherjar Ólafs Stefánssonar hjá Lakhwiya þegar deildakeppnin hefst á nýjan leik í Katar í febrúar.
Átján manna hópur Katarbúa er skipaður eftirtöldum leikmönnum, nöfn félagsliða eru innan sviga:
Markverðir : Hamdi Missaoui (El Jaish), Mohsen Yafai (El Jaish), Yousef Elmaalem (Lakhwiya).
Hægra horn : Eldar Memisevic (El Jaish), Abdulla Ramazan (Lakhwiya).
Skyttur hægra megin : Charafeddine Boumendjel (Al Khoor), Ahmed Abdelhak (Algharafa).
Leikstjórnendur : Sahbi Ben Aziza (Al Rayan), Fawaz El moadhadi (Lakhwiya).
Línumenn : Bassel El Rayes (Al Rayan), Hamad El hajri (Al Rayan), Mahmoud Osaman (El Jaish).
Skyttur vinstra megin : Ahmed Morgan (Qatar), Wajdi Sinen (Al Ahli), Hassan Mabrouk (El Jaish), Mustafa Al Salti Al krad (Al Sadd).
Vinstra horn : Amine Khedher (El Jaish), Hamad Madadi (Lakhwiya).
iben@mbl.is