Góð viðbrögð voru við Myndagátu Morgunblaðsins, en fjölmargar lausnir voru sendar til blaðsins.
Rétt lausn er:
„Álitsgjafar hafa látið mikið í sér heyra undanfarin ár ósparir á að ausa úr skálum visku sinnar. Greindina skortir bara títt og útkoman verður marklaust blaður.“
Dregið hefur verið úr réttum lausnum.
Verðlaunin eru bækur frá Forlaginu. Rúna Gísladóttir, Látraströnd 7, Seltjarnarnesi, hlýtur Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason, Hjalti Þorleifsson, Reykási 10, 110 Reykjavík, fær Kantötu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Steinunn Gunnlaugsdóttir, Lækjasmára 8, 201 Kópavogi, hreppir Skáld eftir Einar Kárason.
Vinningshafar geta vitjað vinninganna í móttöku ritstjórnar Morgunblaðsins eða hringt í 5691100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar vinningshöfunum til hamingju.