Valsasveifla Stjórnandinn Guth er hylltur í lok Vínartónleika hér fyrir nokkrum árum.
Valsasveifla Stjórnandinn Guth er hylltur í lok Vínartónleika hér fyrir nokkrum árum. — Morgunblaðið/Jim Smart
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þessa dagana árlega Vínartónleika sína. Fyrstu tónleikarnir voru í Eldborg í Hörpu í gærkvöldi, aðrir tónleikar verða í kvöld og lokatónleikarnir á morgun, laugardag klukkan 16.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þessa dagana árlega Vínartónleika sína. Fyrstu tónleikarnir voru í Eldborg í Hörpu í gærkvöldi, aðrir tónleikar verða í kvöld og lokatónleikarnir á morgun, laugardag klukkan 16.

Vínartónleikarnir eru vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á ári hverju en mörgum gestum þykir ómissandi að upplifa í upphafi nýs árs þann glæsileika og gleði sem einkennir Vínartónlistina.

Einsöngvari á tónleikunum er Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona en sérstakur gestur er Snorri Wium tenór. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth. Hann er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur því hann stjórnar nú Vínartónleikum hljómsveitarinnar í tólfta sinn og hefur hann stjórnað þeim mun oftar en nokkur annar hljómsveitarstjóri. Guth hefur átt mikilli velgengni að fagna, bæði sem fiðluleikari og stjórnandi, en einkum hefur hann skapað sér nafn sem einn fremsti flytjandi samtímans á tónlist Strauss-feðga.

Örfá sæti munu laus á tónleikana í kvöld og á morgun.