Katarbúar hafa undanfarnar vikur æft af kostgæfni undir heimsmeistaramótið í handknattleik karla á Spáni undir stjórn Svartfellingsins Peros Milosevic. Þeir héldu fjögurra þjóða mót á milli jóla og nýars.

Katarbúar hafa undanfarnar vikur æft af kostgæfni undir heimsmeistaramótið í handknattleik karla á Spáni undir stjórn Svartfellingsins Peros Milosevic. Þeir héldu fjögurra þjóða mót á milli jóla og nýars. Þá unnu Katarbúar landslið Sviss, 29:23, en töpuðu fyrir Portúgal, 27:24, og fyrir Egyptum, 24:22.

Í byrjun ársins kom landslið Katars til Evrópu og tók þátt í fjögurra landa móti í Sviss. Þeir byrjuðu á að tapa fyrir Sviss, 33:25. Í framhaldinu bitu leikmenn Katars í skjaldarrendur og náðu jafntefli við Hvíta-Rússland, 28:28, og lögðu B-landslið Austurríkis, 32:28. iben@mbl.is