Heiti Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið stytt í Söngvakeppnin, að viðbættu ártali, og verður undankeppni hennar í ár haldin 25. og 26. janúar og úrslitin 2. febrúar. 12 lög voru valin til keppninnar í ár og ljóst að hún verður hörð því margir þaulvanir söngvarar eru á meðal flytjenda. Lög, höfundar og flytjendur eru:
Augnablik Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson. Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir.
Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Flytjandi: Magni Ásgeirsson.
Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson. Flytjandi: Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose. Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirsdóttir. Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir.
Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson. Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson. Flytjendur: Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm.
Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff. Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen.
Flytjandi: Birgitta Haukdal.
Sá sem lætur hjartað ráða för Lag: Þórir Úlfarsson. Texti: Kristján Hreinsson. Flytjandi: Edda Viðarsdóttir.
Skuggamynd Lag: Hallgrímur Óskarsson og Ashley Hicklin. Texti: Bragi Valdimar Skúlason. Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir.
Stund með þér Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir. Flytjandi: Sylvía Erla Scheving.
Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson. Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen. Flytjendur: Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir.
Vinátta Lag og texti: Haraldur Reynisson. Flytjandi: Haraldur Reynisson.
Þú Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.