Heimsmeistaramótið hefst á Spáni í kvöld, föstudagskvöld, en það er þó aðeins einn leikur á dagskránni.
Heimsmeistaramótið hefst á Spáni í kvöld, föstudagskvöld, en það er þó aðeins einn leikur á dagskránni. Opnunarleikurinn er viðureign gestgjafanna, Spánverja, gegn Alsírbúum, klukkan 18 að íslenskum tíma, en liðin eru í D-riðlinum sem leikinn er í Madríd. Reikna má með mjög öruggum sigri heimamanna þar.
Öll hin liðin spila síðan á morgun, laugardag, og á sunnudag er leikin önnur umferð í A- og B-riðlum. Leikjadagskráin í heild sinni er hér fyrir ofan. vs@mbl.is