— Morgunblaðið/Golli
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, var í gær útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2012.

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, var í gær útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2012. Þetta er önnur slík viðurkenningin sem Jón hlýtur í þessari viku en á þriðjudaginn var hann útnefndur íþróttakarl Kópavogs, þar sem hann er búsettur.

Jón Margeir sigraði í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í sumar og setti um leið heimsmet. Alls setti hann þrjú heimsmet á árinu og vann til margra verðlauna á mótum erlendis, ásamt fjölmargra Íslandsmeistaratitla.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Jóni Margeiri viðurkenninguna og það fór vel á með þeim eins og sjá má á myndinni.