Meistarinn Úr kvikmyndinni The Master, eða Meistarinn, sem hlotið hefur almennt lof gagnrýnenda vestanhafs og tilnefningar til verðlauna.
Meistarinn Úr kvikmyndinni The Master, eða Meistarinn, sem hlotið hefur almennt lof gagnrýnenda vestanhafs og tilnefningar til verðlauna.
Jack Reacher Íslandsvinurinn Tom Cruise er mættur til leiks sem hinn harðsvíraði Jack Reacher, sköpunarverk rithöfundarins Lee Child, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna.

Jack Reacher

Íslandsvinurinn Tom Cruise er mættur til leiks sem hinn harðsvíraði Jack Reacher, sköpunarverk rithöfundarins Lee Child, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Jack er fyrrverandi herlögreglumaður sem fer sínar eigin leiðir þegar kemur að rannsókn sakamála sem yfirmönnum hans fellur illa í geð. Leyniskytta skýtur fimm manns til bana og er James nokkur Barr handtekinn, grunaður um verknaðinn. Hann segist saklaus og biður um að Reacher verði fenginn til að rannsaka málið og gerir hann það með sínum sérstaka hætti. Í ljós kemur að málið er flóknara en virðist í fyrstu. Leikstjóri myndarinnar er Christopher McQuarrie og í aðalhlutverkum Tom Cruise, Rosamund Pike, Richard Jenkins og Werner Herzog.

Metacritic: 49/100

Rotten Tomatoes: 62%

The Master

Í kvikmyndinni The Master segir af bandarískum hermanni, Freddie, sem snýr heim eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og er heldur ráðvilltur og óöruggur um framtíð sína. Hann verður heillaður af kenningum Málstaðarins, nýrrar trúarhreyfingar sem Lancaster Dodd leiðir. Dodd fær Freddie til liðs við sig í því að breiða út trúna en þegar á líður fer Freddie að efast um Málstaðinn og óvissan tekur völdin í lífi hans á ný. Leikstjóri myndarinnar er Paul Thomas Anderson og í aðalhlutverkum eru Joaquin Phoenix, Philip Seymour Hoffman og Amy Adams.

Metacritic: 86/100

Rotten Tomatoes: 85%