Tíu af leikmönnum íslenska landsliðsins sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni á Spáni voru einnig í landsliðshópnum sem lék á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Sjö leikmenn hafa helst úr lestinni af ýmsum ástæðum.

Tíu af leikmönnum íslenska landsliðsins sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni á Spáni voru einnig í landsliðshópnum sem lék á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum.

Sjö leikmenn hafa helst úr lestinni af ýmsum ástæðum. Þeir eru: Hreiðar Levý Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Arnór Atlason, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson, Sigurbergur Sveinsson og Oddur Gretarsson. iben@mbl.is