Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari fór til Spánar með 16 leikmenn en það er sá hámarksfjöldi leikmanna sem hann má tefla fram í hverjum leik keppninnar. Eftir því sem næst verður komist getur Aron skipt út tveimur leikmönnum hvenær sem er meðan á keppninni stendur.
Þar með getur landsliðsþjálfarinn teflt fram allt að 18 leikmönnum gerist þess þörf. Til þess þarf hann að kalla inn tvo leikmenn að heiman og þeir tveir leikmenn verða að vera af 28 manna lista leikmanna sem hann sendi inn til mótsstjórnar í byrjun desember.
Sá böggull fylgir skammrifi að verði leikmanni skipt út fyrir annan má ekki kalla þann sem tekinn var út inn í hópinn á nýjan leik.
iben@mbl.is