Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, áréttar í pistli á heimasíðu embættisins að prestar og forysta safnaða þjóðkirkjunnar eigi að gæta varúðar og fylgja starfs- og siðareglum þjóðkirkjunnar. Agnes segir það þyngra en tárum taki að það alvarlega kynferðisbrotamál sem nú er í hámæli í samfélaginu skuli hafa viðgengist um áratuga skeið. Hugur hennar og hjarta sé með þeim sem brotið hafi verið á.
Í Kastljósþætti í gærkvöldi kom fram að biskup segði Sigurð Jónsson, sóknarprest í Áskirkju hafa brotið reglur kirkjunnar þegar hann tilnefndi Karl Vigni Þorsteinsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi, til að þiggja viðurkenningu frá þjóðkirkjunni. Í þættinum kom fram að biskup mundi funda með sóknarnefnd og prestinum í Áskirkju á næstunni. 14