Michael Andersen, yfirmaður Team Danmark, sem er nokkurs konar afrekssjóður þeirra, segist hæfilega bjartsýnn á að Danir verði í verðlaunasæti á heimsmeistaramótinu á Spáni, en Danir verða m.a. með Íslendingum í riðli í Sevilla.

Michael Andersen, yfirmaður Team Danmark, sem er nokkurs konar afrekssjóður þeirra, segist hæfilega bjartsýnn á að Danir verði í verðlaunasæti á heimsmeistaramótinu á Spáni, en Danir verða m.a. með Íslendingum í riðli í Sevilla.

Danir voru afar bjartsýnir á gott gengi í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í London í sumar og stóð Team Danmark m.a. dyggilega á bak við landsliðið fyrir mótið, ekki síst eftir að Danir urðu Evrópumeistarar karla í handknattleik í byrjun ársins.

Andersen segist vera hæfilega bjartsýnn á árangur danska landsliðsins á HM. Hann bindi hins vegar mikla vonir við að liðið „springi“ út á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Danmörku eftir ár. Team Danmark muni leggja talsvert í sölurnar fyrir það mót enda á heimavelli.

Danir urðu í öðru sæti á HM fyrir tveimur árum sem haldið var í Svíþjóð, þeir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleik í Malmö-Arena.

iben@mbl.is