12 Kvikmyndin Lincoln hlaut 12 tilnefningar til Óskarsverðlauna. Daniel Day-Lewis leikur í henni 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln.
12 Kvikmyndin Lincoln hlaut 12 tilnefningar til Óskarsverðlauna. Daniel Day-Lewis leikur í henni 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln.
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og er það kvikmynd Stevens Spielbergs, Lincoln , sem hlýtur flestar, 12 alls, en á hæla henni kemur kvikmynd Angs Lees, Life of Pi , með 11.

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og er það kvikmynd Stevens Spielbergs, Lincoln , sem hlýtur flestar, 12 alls, en á hæla henni kemur kvikmynd Angs Lees, Life of Pi , með 11. Næstar hvað fjölda tilnefninga varðar eru Silver Linings Playbook og Les Miserables með átta hvor en kvikmyndin Argo hlaut sjö. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið , komst ekki í hóp þeirra sem tilnefndar eru sem besta erlenda kvikmyndin.

Í flokki bestu kvikmyndar eru tilnefndar Beasts of the Southern Wild , Zero Dark Thirty , Amour , Argo , Life of Pi , Les Miserables , Lincoln , Silver Linings Playbook og Django Unchained . Fyrir bestu leikstjórn eru tilnefndir Michael Haneke fyrir Amour , Ang Lee fyrir Life of Pi , David O. Russell fyrir Silver Linings Playbook , Steven Spielberg fyrir Lincoln og Benh Zeitlin fyrir Beasts of the Southern Wild .

Fyrir bestan leik karls í aðalhlutverki eru tilnefndir þeir Bradley Cooper, Daniel Day-Lewis, Hugh Jackman, Joaquin Phoenix og Denzel Washington. Í kvennaflokki eru það Jessica Chastain, Jennifer Lawrence, Emmanuelle Riva, Quvenzhané Wallis og Naomi Watts. Fyrir bestan leik karla í aukahlutverki eru tilnefndir þeir Alan Arkin, Robert de Niro, Philip Seymour Hoffman, Tommy Lee Jones og Christoph Waltz. Í kvennadeildinni eru það Amy Adams, Sally Field, Anne Hathaway, Helen Hunt og Jacki Weaver.

Amour einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin

Tvær kvikmyndir frá Norðurlöndum eru í flokki þeirra sem tilnefndar eru sem besta erlenda kvikmyndin: Kon-Tiki frá Noregi og En kongelig affære frá Danmörku en aðrar tilnefndar eru Amour frá Austurríki sem einnig er tilnefnd í flokki bestu kvikmyndar, No frá Síle og War Witch frá Kanada. Í flokki teiknimynda eru tilnefndar Brave , Frankenweenie , ParaNorman ,

The Pirates! Band of Misfits / In an Adventure with Scientists og Wreck-it Ralph .

Allnokkrar vangaveltur höfðu verið um það hvort Bond-myndin Skyfall yrði tilnefnd en svo fór þó ekki. Hún fékk engu að síður fimm tilnefningar, fyrir bestu kvikmyndatöku, hljóðvinnslu, hljóðblöndun, tónlist og lag. helgisnaer@mbl.is