Skuld Fyrrverandi atvinnuleitendur fá bakreikninga þessa dagana.
Skuld Fyrrverandi atvinnuleitendur fá bakreikninga þessa dagana. — Morgunblaðið/Ómar
Nokkrir fyrrverandi atvinnuleitendur hafa undanfarna daga haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í kjölfar bréfa sem þeir hafa fengið þar sem Greiðslustofa Vinnumálastofnunar er að innheimta skuldir vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta.

Nokkrir fyrrverandi atvinnuleitendur hafa undanfarna daga haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í kjölfar bréfa sem þeir hafa fengið þar sem Greiðslustofa Vinnumálastofnunar er að innheimta skuldir vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Um er að ræða einstaklinga sem á sínum tíma fengu tiltekið hlutfall af atvinnuleysisbótum á móti skertu starfshlutfalli.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir kröfurnar sem fólk hefur fengið á sig á bilinu 30-200 þúsund krónur og hafi þær orðið til 2009-2010. Hann furðar sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar og þykir með ólíkindum að innheimtar skuli skuldir allt að þremur árum eftir að til þeirra var stofnað. Þá þykir honum ámælisvert að bréfunum fylgi engir útreikningar eða nánari skýringar. Aðalsteinn segir að stéttarfélagið sé að skoða málið bæði með sínum lögfræðingum og lögfræðingum ASÍ.