Jón S. von Tetzchner
Jón S. von Tetzchner
Jón S. von Tetzchner, annar stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur komið með 1,1 milljarð króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. „Ég hef mikla trú á Íslandi,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Jón S. von Tetzchner, annar stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur komið með 1,1 milljarð króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. „Ég hef mikla trú á Íslandi,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki enn búið að fjárfesta fyrir alla þessa fjármuni. En það er gott að hafa þá til reiðu því ég hef trú á því að álitleg fjárfestingartækifæri finnist.“

Hann hefur fjárfest í nokkrum atvinnufasteignum og tveimur tölvufyrirtækjum hér á landi: OZ, sem hefur þróað nýja aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsútsendingu í háskerpu á netinu, og Íslenskum vefverslunum.

Fjárfestingaleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með gjaldeyri til landsins og skipti honum fyrir krónur og fjárfesti hér til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjármagnseigendur er að þeir fá 20% afslátt af krónunum. 18