Mótmæli Frakkar útbúa stóran karrírétt úr grænmeti sem annars færi til spillis.
Mótmæli Frakkar útbúa stóran karrírétt úr grænmeti sem annars færi til spillis. — AFP
Breska vefsíðan wastewatch.org.uk er áhugaverð síða þar sem finna má fréttir bæði frá Bretlandi og víðar um hversu mikið af sorpi við mennirnir látum frá okkur ár hvert.

Breska vefsíðan wastewatch.org.uk er áhugaverð síða þar sem finna má fréttir bæði frá Bretlandi og víðar um hversu mikið af sorpi við mennirnir látum frá okkur ár hvert. Margt mætti betur fara og nútímalífshættir hafa orðið til þess að hellingur fer í ruslafötuna sem mætti endurnýta.

Á vefsíðunni má bæði lesa fréttir af stöðu þessara mála í dag og einnig leita ráða og hugmynda fyrir þá sem vilja taka sig á í þessum efnum.

Á vefsíðunni má meðal annars lesa athyglisverða grein þar sem segir að í heiminum öllum fari 50% matvæla til spillis á meðan einn milljarður manna svelti. Grípa þurfi til aðgerða hvað þetta varðar og það átak hefjist í eldhúsum okkar sem nóg höfum að bíta og brenna. Það er þörf áminning að kíkja á þessa vefsíðu og sjá hvað maður getur gert til að huga betur að jörðinni okkar og lífríki hennar.