Aron Kristjánsson stýrir nú íslenska landsliðinu í handknattleik karla í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti. Hann hefur reynslu af heimsmeistaramótum sem leikmaður en Aron tók þátt í tveimur heimsmeistaramótum með landsliðinu sem leikmaður, HM 2001 í Frakklandi þegar Þorbjörn Jensson var landsliðsþjálfari og tveimur árum síðar þegar HM fór fram í Portúgal. Þá var Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Aron lék fimm af sex leikjum Íslands á HM í Frakklandi og skoraði þrjú mörk. Tveimur árum síðar tók hann þátt í öllum níu leikjum landsliðsins á mótinu og skoraði 19 mörk. Alls lék Aron 14 HM-leiki og skoraði í þeim 22 mörk. iben@mbl.is