Nikolaj Markussen
Nikolaj Markussen
Í byrjun vikunnar valdi Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, þá sextán leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á HM á Spáni.

Í byrjun vikunnar valdi Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, þá sextán leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á HM á Spáni.

Helmingur dönsku leikmannanna, átta talsins, spilar með liðum í Danmörku, fimm koma frá Þýskalandi, tveir frá Spáni og einn frá Frakklandi. Tveir spila undir stjórn íslenskra þjálfara, Niklas Landin hjá Guðmundi Þ. Guðmundssyni í Löwen og René Toft Hansen hjá Alfreð Gíslasyni í Kiel.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Niklas Landin (RN Löwen), Jannick Green (Bjerringbro-Silkeborg).

Skyttur og miðjumenn: Mads Mensah Larsen (AaB), Nikolaj Markussen (Atlético Madrid), Rasmus Lauge (Bjerringbro-Silkeborg), Bo Spellerberg (Kolding), Henrik Møllgaard (Skjern), Kasper Søndergaard (Skjern), Mikkel Hansen (Paris Handball).

Hornamenn: Casper U. Mortensen (Bjerringbro-Silkeborg), Anders Eggert (Flensburg), Lasse Svan Hansen (Flensburg), Hans Lindberg (Hamburg).

Línumenn: Jesper Nøddesbo (Barcelona), René Toft Hansen (Kiel), Henrik Toft Hansen (Bjerringbro-Silkeborg). vs@mbl.is