Oleg Kuleshov og Alexander Rymanov, þjálfarar Rússa, tilkynntu á miðvikudaginn 16 manna hóp sinn fyrir HM á Spáni. Meira en helmingurinn, níu leikmenn, kemur frá stórliðinu Chehovski Medvedi en örvhenta skyttan Konstantin Igropulo er eini leikmaðurinn sem leikur í efstu deild í Þýskalandi. Hann er lærisveinn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlín. Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Vadim Bogdanov (Din.Minsk), Oleg Grams (Medvedi), Igor Levshin (Post Schwerin).
Vinstra horn: Timur Dibirov (Medvedi).
Hægra horn: Daniel Shishkarev (Medvedi), Alex Shindin (Perm).
Línumenn: Michael Chipurin (Medvedi), Egor Evdokimov (Medvedi), Alexander Pishkin (St. Pétursborg).
Skyttur vinstra megin: Sergei Gorbok (Medvedi), Alexei Rastvortsev (Medvedi), Eldar Nasirov (St. Pétursborg).
Miðjumenn: Pavel Atman (Din.Minsk), Dmitri Zhitnikov (Medvedi).
Skyttur hægra megin: Konstantin Igropulo (Füchse Berlín), Sergei Shelmenko (Medvedi).
vs@mbl.is