Eignir íslensku lífeyrissjóðanna jukust um 10 milljarða í nóvember síðastliðnum. Það er mun minni aukning en síðustu þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin hefur verið að meðaltali 28 milljarðar í hverjum mánuði. Hrein eign sjóðanna nemur 2.337 milljörðum króna, eða sem nemur 137% af vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.
Eign sjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum jókst um 12 milljarða og nam sú eign sjóðanna nú í lok nóvember samtals 184,6 milljörðum, eða sem nemur 7,9% af heildareignum þeirra. Hefur þetta hlutfall ekki verið svo hátt síðan í september 2008 þegar það var 8,5%.