Dómskerfið í Hollandi kann að eiga yfir höfði sér saksókn vegna þess að í ljós hefur komið að það hefur dreift barnaklámi á netinu af misgáningi.

Dómskerfið í Hollandi kann að eiga yfir höfði sér saksókn vegna þess að í ljós hefur komið að það hefur dreift barnaklámi á netinu af misgáningi.

Málið komst í hámæli í fyrrakvöld þegar hollenska ríkissjónvarpið skýrði frá því að láðst hefði að fjarlægja nöfn skjala með myndum og myndskeiðum þegar dómar í barnaklámsmálum voru birtir á netinu. Hægt var að nota nöfn skjalanna til að finna myndirnar á netinu með hjálp leitarvéla.

„Þetta er refsivert athæfi, þannig að ætla mætti að lögreglan eða saksóknarar gætu sótt dómskerfið til saka fyrir að dreifa barnaklámi,“ sagði talsmaður hollenskra samtaka sem berjast gegn dreifingu barnakláms. „Ef einstaklingur hefði gert þetta myndu saksóknarar hefja rannsókn á málinu.“