— Ljósmynd/Jón Svavarsson
Nótan, uppskeruhátið tónlistarskólanna, fer nú fram í 4. sinn. Svæðistónleikar Nótunnar í Reykjavík fara fram í hátíðarsal Tónlistarskóla FÍH í dag. Um tvenna tónleika er að ræða, kl. 11 flytja nemendur grunn- og miðstigs sín atriði og kl.
Nótan, uppskeruhátið tónlistarskólanna, fer nú fram í 4. sinn. Svæðistónleikar Nótunnar í Reykjavík fara fram í hátíðarsal Tónlistarskóla FÍH í dag. Um tvenna tónleika er að ræða, kl. 11 flytja nemendur grunn- og miðstigs sín atriði og kl. 13 nemendur framhaldsstigs. Kl. 15 verða úrslit tilkynnt, þar sem sjö atriði verða valin til áframhaldandi þátttöku á lokatónleikum Nótunnar sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu 14. apríl nk. Kynnir er Egill Ólafsson. Svæðistónleikar fara einnig fram í dag á Egilsstöðum, á Ísafirði og á Selfossi, en alls hljóta 24 atriði rétt til að koma fram á lokatónleikum Nótunnar af landinu öllu. Ókeypis fyrir alla.