Lögreglan Maðurinn hefur áður hlotið refsidóm fyrir svipað brot.
Lögreglan Maðurinn hefur áður hlotið refsidóm fyrir svipað brot. — Morgunblaðið/Júlíus
Maður á fertugsaldri sætir nú rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum vegna tilraunar til að smygla tæpum þremur kílóum af amfetamíni til landsins.

Maður á fertugsaldri sætir nú rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum vegna tilraunar til að smygla tæpum þremur kílóum af amfetamíni til landsins. Maðurinn sem um ræðir er spænskur ríkisborgari og kom hingað til lands með flugi frá París í lok síðasta mánaðar. Hann var síðan stöðvaður af tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við leit tollvarðanna fundust tæp þrjú kíló af amfetamíni falin í tösku mannsins.

Þá hefur maðurinn verið yfirheyrður og sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem umræddur maður kemur til sögu lögreglu en hann hefur áður hlotið refsidóm í öðru landi fyrir svipað brot.