Í Gallup-könnun, sem RÚV birti í gær, mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur, með 26,8% fylgi, en Framsóknarflokkurinn kemur skammt þar á eftir með 25,5% fylgi. Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn með 14% fylgi. Björt framtíð með 13.

Í Gallup-könnun, sem RÚV birti í gær, mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur, með 26,8% fylgi, en Framsóknarflokkurinn kemur skammt þar á eftir með 25,5% fylgi. Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn með 14% fylgi. Björt framtíð með 13.2% og VG með 8,9%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 31,9% fylgi og er stærsti flokkurinn, samkvæmt könnun Stöðvar 2 frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,6% fylgi, sem er minna en í síðustu könnun. Samfylkingin er þriðja stærst, með 13,8%, Björt framtíð 9,1% og Vinstri græn 7,1%. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki 5% fylgi, og þar með ekki manni inn á þing.

Þessar kannanir sýna svipaðar línur og aðrar kannanir hafa verið að sýna síðustu vikurnar, að Framsókn er á uppleið, en fylgi Sjálfstæðisflokksins að dala.