Hallsteinn Á að baki nær 50 ára feril og sýnir nú í Listasafni Reykjanesbæjar.
Hallsteinn Á að baki nær 50 ára feril og sýnir nú í Listasafni Reykjanesbæjar.
Sýning á nýjum og nýlegum verkum myndhöggvarans Hallsteins Sigurðssonar verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum og ber hún yfirskriftina Byggingarfræði og þyngdarafl .

Sýning á nýjum og nýlegum verkum myndhöggvarans Hallsteins Sigurðssonar verður opnuð í dag kl. 15 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum og ber hún yfirskriftina Byggingarfræði og þyngdarafl .

Hallsteinn á að baki nær 50 ára feril og hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Um verk sín segir hann m.a. og vitnar í frænda sinn, myndhöggvarann Ásmund Sveinsson: „Myndhöggvarar hugsa fyrir horn, málarinn hugsar á fleti.“