Hollenski myndlistarmaðurinn Tiong Ang mun í dag kl. 15 ræða um verk sitt á samsýningunni Dómgreindin er Spegill sem stendur nú yfir í Nýlistasafninu.
Hollenski myndlistarmaðurinn Tiong Ang mun í dag kl. 15 ræða um verk sitt á samsýningunni Dómgreindin er Spegill sem stendur nú yfir í Nýlistasafninu. Ang býr og starfar í Amsterdam og er meginviðfangsefni listrænnar hugsunar hans „sameiginlegt minni, útilokun, hið staðbundna og hnattræna“, að því er fram kemur í tilkynningu. Verk hans í Nýlistasafninu ber titilinn „Pavilion of Distance“ og fæst hann í því við „mismunandi stig meðvitundar og líkamann sem lætur oft gegn vilja sínum, meðvitað eða ómeðvitað, stjórnast af þeim (fjöl)miðlum sem á okkur dynja“, skv. tilkynningu. Auk Ang eiga Roger Palmer, Jan Kaila, Japo Knuutila, Clodagh Emoe og Mick Wilson verk á sýningunni. Nánar á nylo.is.