Eva Þyri Hilmarsdóttir
Eva Þyri Hilmarsdóttir
Tvennir tónleikar verða haldnir í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs, eða TKTK, í dag í Salnum í Kópavogi. Þeir fyrri hefjast kl. 13 en á þeim leika Guido Bäumer alt-saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari franska saxófóntónlist.
Tvennir tónleikar verða haldnir í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs, eða TKTK, í dag í Salnum í Kópavogi. Þeir fyrri hefjast kl. 13 en á þeim leika Guido Bäumer alt-saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari franska saxófóntónlist. Seinni tónleikarnir eru einleikstónleikar og hefjast þeir kl. 15. Á þeim leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari píanótónlist frá ýmsum tímum. Nemendur við Tónlistarskóla Kópavogs leika tónlist fyrir gesti milli tónleikanna í anddyri Salarins. Frekari upplýsingar um tónleikana má finna á salurinn.is.