Afkoma Valitors á árinu 2012 var jákvæð um 809 milljónir króna eftir skatta, samanborið við 1,2 milljarða á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár var 10,5% á árinu og eiginfjárhlutfall um 32,2% í árslok.
Afkoma Valitors á árinu 2012 var jákvæð um 809 milljónir króna eftir skatta, samanborið við 1,2 milljarða á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár var 10,5% á árinu og eiginfjárhlutfall um 32,2% í árslok. Rekstrartekjur félagsins námu 8,4 milljörðum króna og lækkuðu um rúmlega einn milljarð eða um 11% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rekstrargjöld voru á sama tíma 7,3 milljarðar króna og lækkuðu um 6% milli ára. Vöxtur varð á útgáfu fyrirframgreiddra korta á evrópskum fyrirtækjamarkaði. Samtals vinna um 160 manns hjá Valitor. Í aðalstjórn voru kjörin Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður, Anna Rún Ingvarsdóttir, Arnar Ragnarsson, Árni Geir Pálsson og Guðmundur Þorbjörnsson.