Ofurheit Tölvumynd af plánetunni HR8799c (til hægri).
Ofurheit Tölvumynd af plánetunni HR8799c (til hægri). — AFP
Stjarnfræðingar í Bandaríkjunum hafa fundið merki um vatnsgufu og kolmónoxíð í lofthjúpi plánetunnar HR8799c sem er í 130 ljósára fjarlægð frá jörðu. Stjarnfræðingarnir telja þó ekki líklegt að líf geti þrifist á plánetunni, m.a.

Stjarnfræðingar í Bandaríkjunum hafa fundið merki um vatnsgufu og kolmónoxíð í lofthjúpi plánetunnar HR8799c sem er í 130 ljósára fjarlægð frá jörðu. Stjarnfræðingarnir telja þó ekki líklegt að líf geti þrifist á plánetunni, m.a. vegna þess að hitinn á yfirborði hennar er meira en 1.000°C. Vísindamenn fundu ekki nein merki um metan, sem getur verið vísbending um líf, að því er fram kemur í frétt The Guardian .

Rannsóknin fór fram í stjörnuskoðunarstöð á Hawaii og niðurstöðurnar byggjast á nákvæmustu mælingum sem gerðar hafa verið á lofthjúpi plánetu utan sólkerfis okkar. Hún er tiltölulega ung, eða 30 milljóna ára, og sjö sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar.