Skýringarmyndir Hluti af verki á sýningu Eyglóar Harðardóttur.
Skýringarmyndir Hluti af verki á sýningu Eyglóar Harðardóttur.
Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Listasafni ASÍ. Annars vegar er það sýning Unndórs Egils Jónssonar, Permanence is but a word of degree , og hins vegar sýning Eyglóar Harðardóttur, Arkítektúr hugans – útleið . Um sýningu Unndórs segir m.a.
Tvær sýningar verða opnaðar í dag í Listasafni ASÍ. Annars vegar er það sýning Unndórs Egils Jónssonar, Permanence is but a word of degree , og hins vegar sýning Eyglóar Harðardóttur, Arkítektúr hugans – útleið . Um sýningu Unndórs segir m.a. í tilkynningu: „Hvers vegna varð sjálfið til? Varanleikinn er varla nema í minningunni. Einhver sagði að hið endanlega form væri kúla.“ Eygló sýnir teikningar og málverk unnin á pappír og skúlptúra sem unnir eru út frá minningum og upplifunum. „Verkin eru einskonar skýringarmyndir sem klipptar eru og límdar saman eftir kúnstarinnar reglum. Þannig eru upplýsingarnar sem gefnar eru rétt nægjanlegar fyrir hugmyndaflugið til að vinna úr og skapa þeim merkingu,“ segir í tilkynningu um verk hennar. Frekari upplýsingar um sýnendur má finna á unndoregilljonsson.com og eyglohardar.com.