Kim Andersson
Kim Andersson
Handknattleiksmaðurinn Kim Andersson hefur ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í sænska landsliðið en hann hefur ekkert leikið með því frá því eftir Ólympíuleikana í London síðastliðið sumar.

Handknattleiksmaðurinn Kim Andersson hefur ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í sænska landsliðið en hann hefur ekkert leikið með því frá því eftir Ólympíuleikana í London síðastliðið sumar. Andersson, sem er 30 ára gamall og leikur með Kolding í Danmörku, er í landsliðshópnum sem mætir Pólverjum í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. „Við höfum rætt við Kim í haust og í vetur og nú er hann tilbúinn að spila með landsliðinu á ný. Það eru afar góðar fréttir fyrir okkur. Hann er ekki bara frábær skotmaður heldur les hann leikinn vel,“ sagði Staffan Olsson, annar af landsliðsþjálfurum Svía.

Þá kemur varnarjaxlinn Magnus Jernemyr aftur inn í hópinn en þessi 36 ára gamli leikmaður Barcelona hefur ekki gefið kost á sér síðustu mánuðina.

Svíar og Pólverjar hafa 4 stig í 5. riðli undankeppninnar eftir tvo leiki en Hollendingar og Úkraínumenn eru án stiga. gummih@mbl.is