Málþing ReykjavíkurAkademíunnar, „Hér er gert við prímusa“, fer fram í dag, laugardaginn 16. mars kl. 11.00-15.00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Málþing ReykjavíkurAkademíunnar, „Hér er gert við prímusa“, fer fram í dag, laugardaginn 16. mars kl. 11.00-15.00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu, Hringbraut 121.

Framsögumenn verða: Tinna Grétarsdóttir: „Óborganlegt: Sögur úr smiðjum skapandi anda og sívinnandi handa,“ Gauti Sigþórsson: „Störf sem eru ekki til ennþá: Menntun og skapandi greinar,“ Steinunn Kristjánsdóttir: „Sitt lítið af hverju: Fáein brot af útsýni hversdagsins“ og Davíð Ólafsson: „Þvingur, tangir, lóðboltar, lyklar – Úr verkfæratösku sagnfræðings“. Umræðustjóri verður Kristinn Schram.

Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum ReykjavíkurAkademíunnar þar sem leitast verður við að efna til þverfaglegrar umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna, segir í tilkynningu.