Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, náði í gær samkomulagi við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar samsteypustjórnar eftir 40 daga viðræður. Frestur Netanyahus til að mynda nýja ríkisstjórn rennur út í kvöld.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, náði í gær samkomulagi við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar samsteypustjórnar eftir 40 daga viðræður. Frestur Netanyahus til að mynda nýja ríkisstjórn rennur út í kvöld. Flokkarnir sem samþykktu stjórnarmyndunina eru með alls 68 þingsæti af 120. Á meðal þeirra er miðflokkur og flokkur yst til hægri sem vill innlima stór svæði á Vesturbakkanum í Ísrael.