Spænskur ferðadagur verður haldinn á Blómatorginu í Kringlunni í dag, laugardag, kl. 11-18. Markmiðið er að kynna Spán og það sem landið hefur upp á að bjóða fyrir þá sem eru að huga að ferðalögum.

Spænskur ferðadagur verður haldinn á Blómatorginu í Kringlunni í dag, laugardag, kl. 11-18. Markmiðið er að kynna Spán og það sem landið hefur upp á að bjóða fyrir þá sem eru að huga að ferðalögum. Ýmsir ferðamöguleikar verða kynntir og einnig verða á boðstólum skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa.

Á dagskránni verður ferðagetraun þar sem veitt verða verðlaun og boðið verður upp á andlitsmálun og myndatöku fyrir börnin, auk teiknimyndasamkeppni. Trúðurinn Wally frá Sirkus Íslands skemmtir, Jóhann Ingi Benediktsson leikur spænska tónlist á gítar og Cocina de La Rosa kynnir spænska matargerðarlist. Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir ferðadeginum.