Njáluteikning Hluti verks sem sýnir Skarphéðin Njálsson vega Þráin.
Njáluteikning Hluti verks sem sýnir Skarphéðin Njálsson vega Þráin.
Grafíski hönnuðurinn Þórhildur Jónsdóttir opnar sýningu í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni Seltjarnarness, í dag, fimmtudag, klukkan 17.

Grafíski hönnuðurinn Þórhildur Jónsdóttir opnar sýningu í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni Seltjarnarness, í dag, fimmtudag, klukkan 17.

Á sýningunni gefur meðal annars að líta olíumálverk tengd gosinu í Eyjafjallajökli auk persónuteikninga úr Njálssögu en verkin eru frá síðustu fimm árum.

Þórhildur, sem er fædd árið 1952, er frá Lambey í Fljóthlíð, á miðju sögusviði Njálu, en hefur búið á Seltjarnanesi frá árinu 1986. Hún nam grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskólann og hefur síðan unnið við fagið; frá 1985 á eigin stofu. Myndefni frá æskuslóðum er Þórhildi einkum hugleikið í myndverkunum.