Christine Lagarde
Christine Lagarde
Franskir lögreglumenn gerðu í gær húsleit í íbúð sem Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á í París. Leitin er þáttur í rannsókn á máli kaupsýslumannsins Bernard Tapie 2008.

Franskir lögreglumenn gerðu í gær húsleit í íbúð sem Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á í París. Leitin er þáttur í rannsókn á máli kaupsýslumannsins Bernard Tapie 2008. Lagarde var þá fjármálaráðherra og Tapie var stuðningsmaður Nicolas Sarkozy forseta. Lét Lagarde árið 2007 leggja 20 ára gamla fjármáladeilu Tapie við Credit Lyonnais-bankann í gerðardóm og fékk Tapie 400 milljónir evra, um 65 milljarða króna, í skaðabætur. Bankinn er að hluta í ríkiseigu en Lagarde neitar öllum ásökunum um pólitíska spillingu. kjon@mbl.is