Rafvagn frá BYD.
Rafvagn frá BYD.
Nýtt útboð hjá Strætó bs. á endurnýjun strætisvagnaflotans verður auglýst á næstunni. Fyrra útboð var stöðvað í nóvember sl. eftir að kærunefnd útboðsmála bárust kærur frá þremur bjóðendum. Nefndin komst síðan að endanlegri niðurstöðu í mars sl.

Nýtt útboð hjá Strætó bs. á endurnýjun strætisvagnaflotans verður auglýst á næstunni. Fyrra útboð var stöðvað í nóvember sl. eftir að kærunefnd útboðsmála bárust kærur frá þremur bjóðendum. Nefndin komst síðan að endanlegri niðurstöðu í mars sl. og vísaði þá kærunum frá á þeim grundvelli að útboðið félli ekki undir tiltekið ákvæði ESB-tilskipunar sem nær til stofnana á borð við Strætó bs. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að þrátt fyrir frávísun kærunefndarinnar hafi verið ákveðin réttaróvissa uppi og því verið ákveðið að draga fyrra útboðið til baka og auglýsa nýtt útboðsferli. Meðal þeirra aðila sem tóku þátt í fyrra útboðinu var BYD á Íslandi, sem hefur umboð fyrir rafknúna vagna frá Kína. Rúnar Þór Guðmundsson hjá BYD segir Strætó geta sparað sér 500 til 1.000 milljónir kr. á ári með rafvögnum í stað díselvagna. Góð reynsla sé komin af þeim erlendis. 18