Friðað Húsin á Kópavogstúni eru friðuð.
Friðað Húsin á Kópavogstúni eru friðuð.
Kópavogsbær stendur í dag fyrir stofnun félags áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins. Stofnfundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2, og hefst hann kl. 17.

Kópavogsbær stendur í dag fyrir stofnun félags áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins. Stofnfundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2, og hefst hann kl. 17.

Á fundinum verður kynnt stofnsamþykkt félagsins og kosnir þrír stjórnarmenn og einn til vara.

Auk Kópavogsbæjar geta einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt aðild að félaginu. Allir sem mæta á stofnfundinn hafa atkvæðisrétt og eru kjörgengir í stjórn.

Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á síðasta ári að endurreisn bygginganna skyldi hefjast í ársbyrjun 2013. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki og starfsemi hefjist í húsunum á 60 ára afmæli Kópavogsbæjar 11. maí 2015.