Höfuðstöðvar Unity Investments ehf., var skráð á Túngötu 6, en þar voru einnig höfuðstöðvar Baugs. Engar eignir fundust í búinu.
Höfuðstöðvar Unity Investments ehf., var skráð á Túngötu 6, en þar voru einnig höfuðstöðvar Baugs. Engar eignir fundust í búinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekkert fékkst upp í 37 milljarða kröfur á Unity Investments ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota hinn 3. október á síðasta ári. Félagið var í eigu Baugs, FL Group og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanfords.

Ekkert fékkst upp í 37 milljarða kröfur á Unity Investments ehf., sem var úrskurðað gjaldþrota hinn 3. október á síðasta ári. Félagið var í eigu Baugs, FL Group og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanfords.

Félagið stefndi að því að eignast hluti í bresku verslanakeðjunum Woolworths, Debenhams og French Connection en var aldrei skráður eigandi að hlutunum.

Félagið var stofnað árið 2006 og þá var greint frá því að ætlunin með því væri að taka stöður í skráðum félögum, einkum breskum smásölufyrirtækjum.

Stærsta krafan er frá Stoðum

Það var Landsbankinn sem óskaði eftir því að Unity Investments ehf. væri tekið til gjaldþrotaskipta og lýsti tæplega níu milljarða króna kröfu í búið. Stærsta krafan er frá Stoðum, sem áður hét FL Group, tæpir tuttugu milljarðar króna. Þrotabú Baugs lýsti ríflega átta milljarða króna kröfu. Þá var mun lægri krafa frá tollstjóraembættinu en hún hljóðaði upp á níu milljónir króna.

Inn í félagið komu meðal annars 20% eignahlutur í French Connection, 28,5% í Moss Bros og 12% í Woolsworths.

Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu voru heildarkröfur í búið 36.783.701.654 krónur, en það var skráð á Túngötu 6, sem voru höfuðstöðvar Baugs.