— Morgunblaðið/Kristinn
„Ég kalla þessi verk „Náttúra í Upphæðum“,“ segir Pétur Thomsen ljósmyndari um sýningu sem hann opnar í Galleríi Gangi, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns á Rekagranda 8, í dag klukkan 17.

„Ég kalla þessi verk „Náttúra í Upphæðum“,“ segir Pétur Thomsen ljósmyndari um sýningu sem hann opnar í Galleríi Gangi, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns á Rekagranda 8, í dag klukkan 17.

Pétur býr við götuna Upphæðir á Sólheimum og verkin hafa orðið til þar í kring á síðustu tveimur árum. „Þetta er frekar vetrarlegt,“ segir hann. Boðið er upp á léttar veitingar á opnun sýningarinnar og eru allir velkomnir. Opnunartímar eru annars eftir samkomulagi.