[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður meistaraflokks kvenna í handbolta og íslenska landsliðsins hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og verður þar með áfram í herbúðum félagsins Nú er ljóst að Pétur Júníusson , línumaðurinn ungi hjá...

G uðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður meistaraflokks kvenna í handbolta og íslenska landsliðsins hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val og verður þar með áfram í herbúðum félagsins

Nú er ljóst að Pétur Júníusson , línumaðurinn ungi hjá Aftureldingu, leikur ekkert meira með liðinu í N1-deildinni í handknattleik á þessari leiktíð. Pétur hefur misst af síðustu leikjum og eftir að sprunga er komin í hryggjarlið er ljóst að hann verður að taka sér frí frá keppni og mæta galvaskur til leiks í haust þegar nýtt keppnistímabil hefst.

S igurjón Friðbjörn Björnsson , hornamaður bikarmeistara ÍR, verður klár í slaginn með liðinu í kvöld þegar ÍR-ingar taka á móti HK í næst síðustu umferð N1-deildar karla í handknattleik í Austurbergi. Sigurjón meiddist í ökkla snemma í leik við Aftureldingu fyrir viku síðan og kom ekkert meira við sögu. Sigurjón sagði við Morgunblaðið að ökklinn væri viðkvæmur og því hefði verið tekin ákvörðun um að reyna ekki frekar á hann í leiknum við Aftureldingu en hann væri reiðubúinn að leika með ÍR-liðinu í kvöld gegn HK.

Flest bendir til þess að varnarmaðurinn Kristján Hauksson gangi til liðs við Fylki en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum gekk hann frá starfslokasamningi við Fram eftir að þjónustu hans var ekki lengur óskað hjá Safamýrarliðinu. Fyrstu viðbrögð Kristjáns voru þau að hann sagðist ætla að hætta í fótboltanum en á vefmiðlinum fótbolti.net í gær kom fram að Kristján hefði æft með Fylkismönnum og færi með liðinu í æfingaferð til Spánar í dag.

G us Poyet knattspyrnustjóri Brighton í ensku B-deildinni hefur fengið leyfi félagsins til að ræða við Reading sem er án stjóra eftir að Brian McDermott var látinn fara fyrr í mánuðinum. Reading er á botni úrvalsdeildarinnar ásamt QPR. Poyet tók við Brighton í nóvember 2009 og vann C-deildina með liðinu. Hann er með samning við Brighton til ársins 2016. Poyet er 45 ára gamall og lék í sjö ár í úrvalsdeildinni, með Chelsea og Tottenham.

Þórður Rafn Gissurarson , kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Red Sea Egyptian Classic mótinu sem fram fer á þýsku EPD-mótaröðinni í Egyptalandi. Þórður lék annan hringinn í gær á 75 höggum eða þremur höggum undir parinu og lék hringina tvo á 7 höggum yfir pari. Hann varð í 47. sæti en 40 efstu kylfingarnir komust áfram.

Joe Allen miðjumaður Liverpool leikur ekki meira á þessu tímabili þar sem hann gengst undir aðgerð á öxl í dag. Allen kom til Liverpool frá Swansea fyrir tímabilið og hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins.