Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði við þokkalegar aðstæður í Slóveníu í gær, fyrir leik þjóðanna í undankeppni HM sem fram fer í Ljubljana á morgun kl. 17 að íslenskum tíma.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði við þokkalegar aðstæður í Slóveníu í gær, fyrir leik þjóðanna í undankeppni HM sem fram fer í Ljubljana á morgun kl. 17 að íslenskum tíma. Allir leikmenn Íslands voru með á æfingunum og útlit fyrir að Lars Lagerbäck hafi úr þeim öllum að velja fyrir leikinn.

Hjá Slóvenum er enn óvissa með kantmanninn Valter Birsa, leikmann Torino, sem er tæpur vegna meiðsla, og þá skýrði Srecko Katanec þjálfari frá því í gær að framherjinn reyndi Milivoje Novakovic hefði ekki getað æft vegna slæmrar tannpínu.

*Nánar um landsleikinn á bls. 4. vs@mbl.is